- Advertisement -

Lausung frá fyrstu mínútu

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Samfelldar, skýrar og nægjanlegar reglur yfir allan faraldurinn er það sem skilar bestum efnahagslegum ávinningi og verndar lýðinn mest.

Sóttvarnarreglur hafa verið lausgirtar allan faraldurinn. Slaka og herða til að slaka aftur á, bara til að herða enn og aftur. Svandís þáverandi heilbrigðisráðherra stóð ekki í fæturna, var ístöðulaus. Nú keyrir um þverbak þegar nýr heilbrigðisráðherra hefur tekið við. Hringlandahátturinn er í nýjum hæðum.

Eina mínútu eftir enn eina herðinguna var tveimur frægum tónlistarmönnum veitt undanþága. Auðvitað komu aðrir aðilar á eftir og óskuðu eftir sömu meðferð og fengu. Enn aðrir fá ekki undanþágu. Almenningur er svo ringlaður að það veit ekki hvaða reglur gilda nema flétta því stöðugt upp. Jó-jóið endurspeglar óskýra stefnu, þokukennda hugsun og forystuleysi heilbrigðisráðherra.

Þetta er álíka því ef Jurgen Klopp leggi upp með tiltekið leikkerfi fyrir Liverpool og skipti síðan um skoðun eina  mínútu eftir að leikur er flautaður á. Byrji þá að góla inn á völlinn um að hann vilji gera hlutina öðruvísi. Einn hluti liðsins spili eitt kerfi á meðan annar hluti spili eitthvað allt annað leikkerfi. Við tæki óreiða og skipulagsleysi. Leikmenn missa trúna á þjálfaranum og hann tapar klefanum. Samfelldar, skýrar og nægjanlegar reglur yfir allan faraldurinn er það sem skilar bestum efnahagslegum ávinningi og verndar lýðinn mest. Meiri festa og fyrirsjáanleiki yrði einnig niðurstaðan. Í staðinn þá fáum við ósamstöðu og ringulreið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: