- Advertisement -

LBJ rauf málþóf

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Lindon Baines Johnson þáverandi forseti Bandaríkjanna var ekki að tvínóna við hlutina árið 1964. Sýndi ótvírætt hver fór með völdin og áhrifin þegar repúblikanar reyndu að stöðva frumvarp meirihlutans um aukin jöfnuð og mannréttindi fyrir alla.

Þegar vofði yfir að beita átti málþófi brást Johnson við með því að taka öll önnur mál af dagskrá. Eftir tæplega þriggja mánaða málþóf var óhikað boðað til atkvæðagreiðslu hvort ræða þyrfti málið frekar.

Meirihlutinn fór með öruggan sigur (71-29) og frumvarpið samþykkt skömmu síðar.

Sýna þarf leiðtogahæfni og festu þegar kemur að stjórnun. Í ómálefnalegu málþófi Miðflokksins í umræðu um þriðja orkupakkann var stjórnarmeirihlutinn tvístraður. Lausatök og fum ráðandi. Miðflokkurinn fór sínu fram og kom rangfærslum rækilega til skila. Menn ættu að líta til LBJ og hvernig hann höndlaði málin.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: