Mannlíf

Leiðsögn á ensku um útilistaverkin í Viðey

By Miðjan

June 12, 2014

Menning Heiðar Kári Rannversson, dagskrárstjóri Listasafns Reykjavíkur, leiðir göngu á ensku um útilistaverkin í Viðey, en þar er að finna auk Friðarsúlu Yoko Ono verkið Áfanga eftir hinn kunna bandaríska myndlistarmann Richard Serra. Gangan verður á morgun, föstudag 13. júní og hefst klukkan 12.30.

Ferjan til Viðeyjar siglir frá Skarfabakka í Sundahöfn á klukkustundarfresti frá 10.15 til 17.15. Ferjan siglir einnig frá gömlu höfninni við Ægisgarð í Reykjavík kl. 11.30 og frá Hörpu kl. 12.00.

Leiðsögnin er gjaldfrjáls en greiða þarf ferjutollinn kr. 1.100 fyrir fullorðna, 550 kr. fyrir börn 7–15 ára.