Greinar

Leikreglur markaðsbúskapar gildi

By Ritstjórn

April 15, 2020

Ragnar Önundarson skrifar:Kristófer Oliversson hótelrekandi er í Kastljósi. Hann telur að ,,brúarlán” banka með ríkisábyrgð muni þurfa að afskrifast amk. að hluta. Það er hugsanlegt, en ekki fyrr en núverandi hlutafé hefur verið afskrifað áður. Það gilda leikreglur í markaðsbúskap, áhættufé eigenda tapast fyrst, svo ótryggðar skuldir og veðskuldir síðast. Ef eigendur ,,fá afskrifað” án þess að tapa sínu er verið að gefa þeim peninga, oftast almannafé.