- Advertisement -

Líf Magneudóttir verður að snúast hugur

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Líf Magneudóttir ætti að endurhugsa málið því tapsár gróa best með því að spila leik að nýju. Og sem fyrst. Ísland öðlaðist sjálfstæði því landinn bjó yfir þolgæði. Þorskastríðið vannst þó brimskaflarnir væru margir. Og handritin komu aftur til Íslands vegna seiglu og lagni ýmissa manna. Íslendingar eru ekki þekktir fyrir að missa móðinn. Nú þarf Líf að endurhugsa afstöðu sína og sýna úr hverju hún er gerð því svefnlaus manneskja tekur aldrei góðar ákvarðanir. Kosningarnóttin er frá og þörf á nýrri ákvörðun frá Líf eftir góðan nætursvefn. Loftið sem við öndum að okkur þarf á úthaldi hennar að halda.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: