
Jóhann Þorvarðarson:
Það sem af er ári þá hefur verðlag hækkað um 5,5 prósent, en á sama tímabili í fyrra þá hækkaði verð um 6,2 prósent. Bætingin er óviðunandi.
Eftir vongóðar verðbólgutölur í maí þá meira en tvöfölduðust verðhækkanir í júní. Sumpart er um árstíðabundnar breytingar að ræða, en það er engan veginn regla að júní sýni aðra eins aukningu og nú er. Hækkunin var til dæmis 0,85 prósent samanborið við 0,38 prósent hækkun í júní árið 2019. Þar er um að ræða síðasta eðlilega árið fyrir kóvít-19. Hækkanir á metári ferðaþjónustunnar árið 2018 voru síðan 0,62 prósent.
Það sem af er ári þá hefur verðlag hækkað um 5,5 prósent, en á sama tímabili í fyrra þá hækkaði verð um 6,2 prósent. Bætingin er óviðunandi. Þetta sést enn betur þegar haft er í huga að hækkun verðs á fyrri helming ársins 2018 var einungis 1,65 prósent og 1,27 prósent árið eftir. Þannig að við eigum langt í land með að ná tökum á verðbólgunni, því miður.