- Advertisement -

Lyftur í heimahúsum sæta samskonar eftirliti og rafmagnsstigarnir í Kringlunni

Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarainnar.

Guðmundur Ari Sigurjónsson alþingismaður skrifar:

Vissir þú að hreyfihamlað fólk sem rekur lyftu heima hjá sér þarf að undirgangast jafn mikið eftirlit með lyftunni sinni og fyrirtæki sem rekur lyftu í verslunarmiðstöð með þúsundum innstiga á dag?

Vissir þú að þessar þjónustuheimsóknir eru mun fleiri hér á landi heldur en í nágrannalöndunum? Þetta eru fimm heimsóknir á ári, ein frá vinnueftirlitinu og svo fjórar frá þjónustuaðila samkvæmt samningi og hver heimsókn kostar tugi þúsunda króna. Þetta vissi ég allavega ekki en eftir samtal við eðalfólk úr Hafnarfirði þá fékk ég upplýsingar um þennan kostnað sem leggst á hreyfihamlaða upp á 120.000 krónur á ári.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ástæðan fyrir þessu er reglugerð nr. 54/1995 sem gerir engan greinarmun á þessum ólíku aðstæðum sem lyfturnar starfa í.

Ég ræddi þetta við Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra í fyrirspurnartíma í þinginu í gær og hún tók undir með að þetta væri óréttlæti sem þyrfti að leiðrétta. Hún boðaði að hún ætlaði að virkja ráðuneytið í að uppfæra reglugerðina með það í huga að samræma fjölda heimsókna við nágrannalöndin og lágmarka kostnað hreyfihamlaðra við þessar þjónustuskoðanir.

Þegar mestur tími í þinginu fer í karp um stóru málin þá er gaman að geta líka tekið á litlu málunum sem einfalda líf fólks og hafa mikil áhrif á þá einstaklinga sem málin snerta.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: