- Advertisement -

Lygin ríkisstjórn

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Niðurstaðan er að ríkisstjórnin vanvirti eigin loforð. Í staðinn var upprétt langatöng send láglaunafólki. Tekjulægstu hóparnir fengu minnst!

Á kynningarfundi í Ráðherrabústaðnum í apríl árið 2019 í tengslum við Lífskjarasamninga þá lýsti ríkisstjórnin yfir að breytingar yrðu gerðar á tekjuskattskerfinu með sérstakri áherslu á tekjulága hópa. Oddvitar stjórnarinnar hafa endurtekið yfirlýsinguna við ýmis tilefni þegar hampa á sjálfum sér. Nú eru allar breytingar á kerfinu komnar fram og tímabært að skoða afraksturinn.

Myndin sem fylgir dregur fram áhrif tekjuskattsbreytinga á þrjá tekjuhópa sem endurspegla í raun allan launaskala þjóðarinnar. Búið er að taka tillit til launabreytinga á kjörtímabilinu og sýnir myndin því eingöngu áhrif tekjuskattsbreytinga. Niðurstaðan er að ríkisstjórnin vanvirti eigin loforð. Í staðinn var upprétt langatöng send láglaunafólki. Tekjulægstu hóparnir fengu minnst!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: