- Advertisement -

Maðurinn heitir Aðalsteinn Egill Jónasson

Dómstólarnir eru nefnilega einkaeign Sjálfstæðisflokksins.

Jóhann Þorvarðarsson skrifar:

Marínó G. Njálsson skrifar ágæta grein hér á Miðjuna sem heitir Bullandi vanhæfur dómari“. Í greininni fjallar hann um Landstéttardóm sem sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Í héraði hafði verið kallaður til sérfróður meðdómari á málefnasviðinu sem til umfjöllunar var. Aðilinn sem tapaði í héraði var Landsbankinn í máli gegn manni út í bæ, en í Landsrétti var sigur bankans vís!

Marínó rekur í grein sinni af hverju tiltekinn dómari í Landsrétti er vanhæfur, en er feiminn að nafngreina manninn. Segir síðan réttilega að dómar séu opinber gögn og fólk geti sjálft fundið nafnið út. Ég tók hann á orðinu!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vanhæfi dómarinn samkvæmt Marínó er enginn annar en hinn innvígði og innmúraði Aðalsteinn E Jónasson. Og annar meðdómara í málinu var engin önnur en Hervör Þorvaldsdóttir frænka Davíðs Oddssonar.  Jú, þetta eru sömu dómararnir og mynduðu meirihluta í málinu sem ég hef fjallað ítarlega um hér á Miðjunni: „Óhreinindi Landsréttar“ og „Landsréttur drullumallar og ræðst á neytendur“.

Skoðum ætterni og tengingar Aðalsteins Egils:

Aðalsteinn er giftur Ásdísi Höllu Bragadóttur fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi forstjóra BYKO og stjórnarmaður í útgáfufélagi Morgunblaðsins.

Aðalsteinn er fyrrum starfsmaður LEX þar sem Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra starfaði einnig. Aðalsteinn starfaði einnig áður hjá Íslandsbanka, Straumi fjárfestingabanka. Gnúpi fjárfestingafélags og Fjárfestingabanka atvinnulífsins. Hann sat í stjórn Nathan & Olsen og Fossar fjárfestingafélag.

Þau hjón eru hluthafar og áhrifafólk í EVA Consortium sem reynir að hasla sér völ á sviði heilbrigðisþjónustu og komast á ríkisspenann í þeim efnum.

Þannig að þið sjáið að Landsréttardómarinn Aðalsteinn E Jónasson er með gífurlega miklar tengingar inn í fjármálakerfið og elítu landsins sem gera hæfi hans í ýmsum málum eitt stórt spurningarmerki! Í málinu sem Marínó fjallar um þá taldi Aðalsteinn sig samt ekki vanhæfan. Honum fannst hann bestur í að dæma í máli Landsbankans sem starfar á fjármálamarkaði sem Aðalsteinn er svo vel tengdur inn í.  

Það er engin tilviljun að landsmenn gefa dómstólum landsins falleinkunnina 3,7. Það er vegna mikilla persónutengsla auðvaldsins við tiltekinna dómara þannig að hinn smái borgari getur ekki sótt réttlæti til dómstólanna. Dómstólarnir eru nefnilega einkaeign Sjálfstæðisflokksins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: