- Advertisement -

Mál og menning lokar – ókeypis bækur

Brynjar Karl Óttarsson skrifar:

Kæru vinir á höfuðborgarsvæðinu. Ég fékk boð frá bókabúð Máls og menningar á Laugavegi að sækja átta bækur sem ég er með í sölu þar. Búðin er að loka og ég þarf að sækja þær fyrir klukkan 18 í dag, sem ég hef ekki tök á að gera. Það er bara flott því það er gott að geta leyft öðrum að njóta – eins dauði er annars brauð og allt það. Svo… ef þið þekkið einhvern sem er í sóttkví eða einangrun og viljið færa viðkomandi örlítinn glaðning þá getið þið komið við í búðinni í dag og tekið með ykkur eitt eintak. Bækurnar sem um ræðir eru Lífið í Kristnesþorpi og Í fjarlægð-saga berklasjúklinga á Kristneshæli. Þær verða í kassa fyrir utan verslunina. Sóttkví og einangrun ekki skilyrði, má líka grípa sér eintak ef áhugi er fyrir hendi eða til að gefa góðum vini. Vinsamlegast farið varlega að starfsfólki búðarinnar, það er allt á útopnu miðað við símtal sem ég átti áðan. Gefins bækur fyrir gesti og gangandi. Þetta eru skrítnir tímar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: