- Advertisement -

Málið snýst um ósiðlegt og ólöglegt athæfi

…að mest öll samskipti Samherja vegna veiða í Afríku sýni ekkert saknæmt. Skárra væri það nú!

Haukur Arnþórsson skrifar:

Það er uppi einhver misskilningur um hvað uppljóstrun snýr. Hún snýst fyrst og fremst um að koma til almennings vitneskju um ólöglegt eða óverjandi athæfi, gjarnan hjá stjórnvöldum, æðstu ráðamönnum eða aðilum í atvinnu- eða félagslífi. Dæmigert væri að senda afrit af bréfi eða samningi sem segði frá lögbroti eða birta (ólöglega) upptöku. Uppljóstranir eru gjarnan fengnar fram með öðru lögbroti – sem uppljóstrarinn þarf þá lagavernd gagnvart, enda var uppljóstrun hans mikilvæg fyrir lýðræðissamfélagið og mætir upplýsingarétti almennings (e. for the greater good).

Þegar Kveikur birtir ábendingar uppljóstrarans er sagt frá saknæmu athæfi – og flett ofan af því.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er rangt að Kveikur eða uppljóstrarinn hafi átt að gefa eða gefið heildstæða mynd af viðkomandi starfsemi. Reikna má með að hún sé almennt í lagi. Það er því útúrsnúningur – eða strámaður eins og menn segja hér fyrir sunnan – þegar sitjandi forstjóri Samherja segir að aðeins „önnur hliðin“ hafi komið fram – að mest öll samskipti Samherja vegna veiða í Afríku sýni ekkert saknæmt. Skárra væri það nú!

Það sem málið snýst um er ósiðlegt og ólöglegt athæfi – sem felur í sér kúgun og arðrán á fátækri þjóð – auk þess sem hæðst er að henni – en ekki starfsemi Samherja í heild sinni. Hún er vonandi í góðu lagi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: