- Advertisement -

Með rupl að vopni

Jóhann Þorvarðarson:

Aftur á móti mun bók Bergsveins Leitin að svarta víkingnum marka nýtt upphaf enda í henni að finna frumkenningar er byggja á þverfaglegu samstarfi, sem teygir anga sína yfir fjölmörg landamæri.

Það er ekki laust við að ég hafi verið með viðvarandi aulahroll þegar ég las mótbárur Ásgeirs Jónssonar um að hann hafi ruplað innan úr bók Bergsveins, Leitin að svarta víkingnum. Þar er af mörgu að taka þegar kemur að ósæmilegum tilraunum Ásgeirs til að smækka Bergsvein, afneita rökstuddum staðreyndum og hlægilegum útúrsnúningum. Verst af öllu er þó þegar Ásgeir notar rannsóknarniðurstöður Bergsveins, sem koma fram í bókinni Leitin að svarta víkingnum, sem rök um að hann hafi engu hnuplað úr bókinni. Málflutningur Ásgeirs er ein hringavitleysa.

Í þessari grein þá læt ég það samt duga að draga út eitt samhangandi dæmi því það endurspeglar þann tuddaskap, sem Ásgeir er tilbúinn að beita gagnvart Bergsveini. Dæmið sýnir líka hversu langt hann er tilbúinn að ganga í ofbeldi sínu gagnvart rannsóknarvinnu Bergsveins. Engar siðferðislegar markalínur virðast hemja Ásgeir í tilraun hans að stjórna almenningsálitinu. Hann treystir nefnilega á að almenningur nenni ekki að kynna sér málið til hlítar enda er það umfangsmikið. Vonast hann svo eftir að blaðafyrirsagnir vilhallra fjölmiðla, til dæmis Vísir, ráði för enda augljóst af forsögunni að seðlabankastjóri á hauka í horni hjá tilteknum fjölmiðlum. Og þeir virða ekki endilega grundaðar staðreyndir málsins. Skoðum dæmið.   

Í tölulið númer 7 í langri svargrein Ásgeirs, sem birtist á Vísi 15. febrúar síðastliðinn, segir orðrétt Umfjöllun Bergsveins um Ketil í Leitin að svarta víkingnum ber þess merki að hann hefur ekki lesið frásögnina í Melabók“.

Síðan er það samsuða af þessum þremur gerðum, sem tíðum er nefnd Þórðarbók.

Melabók er ein af þrem gerðum Landnámsbókar, hinar eru Sturlubók og Hauksbók. Síðan er það samsuða af þessum þremur gerðum, sem tíðum er nefnd Þórðarbók. Hún er kennd við Þórð Jónsson í Hítardal. Bergsveinn hefur lesið allar útgáfurnar eins og hann sjálfur staðfestir í grein í Tímaritinu Sögu „Rýnt í ritstuld úr svörtum víkingi“. Fleipur Ásgeirs gerir því ekki annað en að veita okkur innsýn inn í iðrunarleysi hnuplarans.

Í sama tölulið segir Ásgeir síðan orðrétt „Skýrast er sagt frá hrakningarsögu Ketils gufu í Melabók Landnámu. Þar segir orðrétt: „hann [Ketill gufa] vildi byggja í Nesi [Gufunesi] en Ingólfur rak hann á brott þaðan. Þá fór hann á Rosmhvalanes og vildi byggja að Gufu. En þau Steinunn keyptu saman að hann skyldi á brott fara en verstöð skyldi ávallt vera frá Hólmi [Reykjavík]“ Síðan heldur frásögnin áfram. Ketill flækist upp að Gufá að Mýrum og að Gufuskálum á Snæfellsnesi. Þrælar taka að strjúka frá honum og svo má einnig skilja að kona Ketils hlaupist á brott með einum þeirra. Á endanum stela þrælarnir sér til matar á Álftanesi á Mýrum og kveikja í húsum og eru allir drepnir í kjölfarið.“

Bergsveinn svarar þessu í áðurnefndri greinargerð með því að birta frumtextann úr Melabók sem er svohljóðandi Gufe het annar s(on) Ketils. hann villde byggia i Nese en Ingolfur rak hann a brott þadan. þa for hann a Rosmhvalanes og villde byggia ad Gufu. En þau Steinudur keiptu saman ad hann skyllde a brutt fara, en vermst skyllde vera avallt fra Holme.“

Og hún er ekki eitthvað nýtt upphaf í umræðu um Landnám Íslands.

Með ættrakningu Landnámsmanna þá bendir Bergsveinn á að Ásgeir fari mannavillt, rugli saman tveimur ólíkum landnámsmönnum. Sá sem fjallað er um í frumtextanum hér á undan er Gufi Ketilsson Bresason, en Ásgeir taldi um Ketil gufu Örlygsson að ræða.

Síðan útskýrir Bergsveinn „Ásgeir skrifar að með „Hólmi“ sé átt við Reykjavík. Það landnám sem hér um ræðir er á Akranesi og sennilega átt við það sem kallast „Hólmr enn iðri“ (S 24, H 21), eða það sem nú kallast Innri-Hólmur við Kirkjuból í Innri-Akraneshreppi.“

Rangfærslur og rupl Ásgeirs segja í raun allt sem segja þarf, ekki er hægt að taka bók hans Eyjan hans Ingólfs alvarlega. Og hún er ekki eitthvað nýtt upphaf í umræðu um Landnám Íslands. Aftur á móti mun bók Bergsveins Leitin að svarta víkingnum marka nýtt upphaf enda í henni að finna frumkenningar er byggja á þverfaglegu samstarfi, sem teygir anga sína yfir fjölmörg landamæri.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: