- Advertisement -

Meðalaldur 73 ár er ekki þversnið þjóðar

Þessi skýrsla nær engu flugi. Bara heiti hennar er brotlending.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Hópur karlmanna með meðalaldurinn 73 ár stendur að nýrri skýrslu sem heitir „Áhrif inngöngu Íslands í Orkusamband ESB“. Flestir eru fyrrverandi eitthvað.

Ég rak upp stór augu og leitaði strax á netinu til að læra hvað þetta Orkusamband ESB er því ég hef aldrei heyrt um þetta áður. Ég fann ekkert og var undrandi því þarna er skrifað með stórum staf sem táknar að eitthvað fyrirbæri heitir þessu nafni.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Tíma þeirra hefði betur verið varið í að veðurþurrka steinbít í hlíðum  Hnífsdals.

Ég ákvað því að byrja að lesa skýrsluna og áttaði mig fljótt á því að skýrslan er ómálefnalegt áróðursrit gegn orkupakka þrjú. Því miður. Leiðangur þessa roskna karlahóps er engin sigurför. Það er langur vegur þar frá. Ruglað er með tilgang og afleiðingar orkupakkans fyrir Ísland. Ýmsar stórfurðulegar fullyrðingar og ályktanir eru settar fram sem líkjast helst draugasögu í björtu.

Þessi skýrsla nær engu flugi. Bara heiti hennar er brotlending. Svo verður að setja spurningarmerki við samsetningu skýrsluhöfunda. Engan kvenkyns höfund er að finna í skýrslunni og meðalaldur höfunda er 73 ár. Eina konan sem vinnur að skýrslunni er samskiptastjóri höfunda. Það var þá þversnið af íslensku þjóðinni.

Ég tek eftir að bræðurnir og Vestfirðingarnir Jónas Elíasson og Elías B. Elíasson koma að gerð skýrslunnar. Þeir hefðu betur sparað sér ómakið og áhyggjurnar því frændi þeirra heitinn hann Valdimar K. Jónsson prófessor var búinn að skrifa ítarlega um málið. Niðurstaða hans var að það væri bæði tæknilegur- og efnahagslegur ómöguleiki að leggja sæstreng til raforkuflutnings yfir Atlantshafið! Tíma þeirra hefði betur verið varið í að veðurþurrka steinbít í hlíðum  Hnífsdals. Fátt jafnast á við hann.

Svo fannst mér það skrípalegt að sjá Eyjólf af Hjallalandi meðal skýrsluhöfunda. Ég mun síðar tækla hann til rétts vegar og inn í nútímann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: