- Advertisement -

Meira úr glerhúsi kvöldgrillarans

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ofbeldistal Þorsteins í garð láglaunafólks er eitthvað svo aumkunarvert. Og það er eins og hann hafi aldrei neitt nýtt fram að færa.

Forstjórar, sem gera ekkert annað en að halda öðrum niðri, eru komnir úr tísku. Eru menn gærdagsins.

Þorsteinn Víglundsson var í enn einu viðtalinu. Núna hjá Vísir punktur is. Bauð upp á gamla skemmda lummu þegar hann sagði „Þegar Lífskjarasamningurinn verður gerður upp sýnist mér í grófum dráttum að laun muni hafa hækkað um 30 prósent á þriggja ára tímabili á meðan landsframleiðsla hefur staðið í stað“. Þetta er spark í sköflung láglaunafólks, sem ekki náði mánaðarlegum endum saman fyrir umrædda samninga. Orð Þorsteins koma svo sannarlega úr hörðustu átt.

Þegar Þorsteinn hljóp frá skyldum sínum á Alþingi og sveik kjósendur Viðreisnar þá tók hann við starfi forstjóra BM Vallár. Það mætti því ætla að fyrirtæki sem hann stjórnar iðki hans eigin boðskap. Svo er ekki. Laun stjórnar og framkvæmdastjóra félagsins hækkuðu nefnilega um 31,5 prósent á árinu 2019. Þarna kastar því landsfrægur kvöldgrillari grjóti úr næfurþunnu glerhúsi. Ofbeldistal Þorsteins í garð láglaunafólks er eitthvað svo aumkunarvert. Og það er eins og hann hafi aldrei neitt nýtt fram að færa. Viðtalið er endurómur og endurtekning úr öðrum eldri viðtölum. Orð hans eru síðan laus við gott næringarinnihald. Blaðamanni Vísi, Ólöfu Skaftadóttur, var alveg sama enda fær hún borgað fyrir að koma áróðri Samtaka atvinnulífsins á framfæri.

Aðalatriðið er þó að það skiptir engu máli þó landsframleiðsla hafi vaxið minna en lúsalaun í landinu. Málið snýst um að skipta þjóðarkökunni með sanngjarnari hætti svo allir öðlist mannlega reisn. Þingliðhlaupur eins og Þorsteinn þurfa einfaldlega að sætta sig við minni kökusneið. Já, og endilega að vinna sjálfur meira á gólfinu meðal almennra starfsmanna. Svitna öggu pons. Forstjórar, sem gera ekkert annað en að halda öðrum niðri, eru komnir úr tísku. Eru menn gærdagsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: