
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Ég nefni þetta því það hefur verið einstaklega dapurt að hlusta á málflutning Eyþórs Arnalds og Sjálfstæðisflokksins gegn þróun almenningssamgagna í Reykjavík.

Nær alls staðar í hinum þróaða heimi eru borgir að grípa til ráðstafana gegn loftlagsmengun að völdum kolefnisbrennandi ökutækja. Meðal aðgerða er að efla almenningssamgöngur og skiptir ekki máli hvort um er að ræða stórborgir á borð við París eða minni borgir eins og Reading á Englandi. Einkabíllinn er látinn sæta því að gefa eftir af ökurými sínu til að koma öðrum samgöngumátum að. Í staðinn er fólki beint að bílastæðahúsum eða myndarlegum lestar- og strætóstöðvum sem hafa tengingar í allar áttir. Sem dæmi þá tekur það ekki nema 30 mínútur að taka flugrútuna frá Heathrow flugvelli beint inn á á samgöngustöðina í miðborg Reading. Þurfi maður að fara lengra þá skortir ekki framhaldstengingar af fjölbreytilegum toga.
Íbúar í borginni og nærliggjandi bæjum fagna þróuninni. Það sama má segja um rekstraraðila eins og sést á ört vaxandi umsvifum í Reading. Áður fyrr var borgin hálfgerður svefnbær, en á síðasta ári þá var hún álitin samkvæmt rannsókn á vegum Atos framsæknasta smáborg Bretlandseyja þar sem nýsköpunarfyrirtæki kjósa helst að skjóta rótum og þróast. Reyndist Reading snjallari en borgir eins og Oxford og Cambridge, en í Reading er öflugur og rótgróinn háskóli. Þannig að það borgar sig að bjóða upp á fjölbreyttar og umhverfisvænar samgöngur þó fleiri þættir spili inn í farsæla borg.
Mengun:
Því miður er neikvæð afstaða Eyþórs til mengunarvarna ekki ný af nálinni. Hún er inngróin í viðhorf hans og verk.
Ég nefni þetta því það hefur verið einstaklega dapurt að hlusta á málflutning Eyþórs Arnalds og Sjálfstæðisflokksins gegn þróun almenningssamgagna í Reykjavík. Ég hef bæði búið í París og Reading án þess að eiga bíl og veit því hvað öflugar almenningssamgöngur gera fyrir borgir. Því miður er neikvæð afstaða Eyþórs til mengunarvarna ekki ný af nálinni. Hún er inngróin í viðhorf hans og verk.
Hann var bæði hluthafi og stjórnarformaður stál endurvinnslunar GMR endurvinnslan á Grundartanga. Fyrirtækið sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2017. Umhverfisstofnun hafði ítrekuð afskipti af fyrirtækinu vegna umsvifamikilla mengunar og brota á starfsleyfum. Vefmiðillinn Vísir sagði svo frá afskiptum stofnunarinnar „Eftirlitsskoðun stofnunarinnar í fyrirtækinu í ágúst í fyrra leiddi meðal annars í ljós að framleiðsluúrgangur var ekki varinn fyrir regni og því ekki hægt að hindra að mengunarefni bærust í jarðveg og fráveituvatn“. Vítin eru til að varast þau.
Hér er unnt að lesa frétt DV um GMR-málið.