
Jóhann Þorvarðarson:
Ásjóna Samtakanna er orðin ægi skræpótt og hlýtur að kalla á að Halldóri verði skipt út. Hann hefur glatað síðustu leifunum af trúverðugleikanum sem eftir voru.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur upplýst að ekkert sé í nýgerðum kjarasamningi milli VR og Samtaka atvinnulífsins um að hægt sé að taka samninginn upp ef Efling nær betri samningi en búið er að gera. Ragnar veit hvað hann mælir, en þannig slær hann mig alla vega.
Samkvæmt þessu þá hefur Halldór Benjamín Þorbergsson ekki aðeins ástundað falskan hræðsluáróður og ráðist að klæðaburði samninganefndar Eflingar heldur er hann líka staðinn að lygum samkvæmt orðum Ragnars. Hann hefur nefnilega ítrekað sagt að ef gerður verður betri samningur við Eflingu að þá þurfi að taka aðra samninga upp. Ásjóna Samtakanna er orðin ægi skræpótt og hlýtur að kalla á að Halldóri verði skipt út. Hann hefur glatað síðustu leifunum af trúverðugleikanum sem eftir voru.