Eftir hlé í eina viku er Miðjan komin í gang. Fyrsti greinin var fín grein eftir Jóhann Þorvarðarson um stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Fleiri greinar og fréttir munu birtast í dag. Af nógu er að taka. Íslenskur almenningur hefur verið sett á píningarbekk ráðþrota Seðlabanka og ríkisstjórnar. Ábyrgð þessa fólks er gífurleg. Íslandi er stýrt upp í stórgrýtta fjöru. Með alvarlegum afleiðingum fyrir skulduga íbúðareigendur.
Ríkisstjórn Íslands er ráðþrota. Mest ber á ósætti og úrræðaleysi. Það er ljótt að segja það, en ríkisstjórnin verður að fara frá. Ræfildómur hennar og getuleysi er með hreinum ólíkindum. Enda er hún rúin öllu trausti. Kjósendur hafa snúið baki við stjórnarflokkunum. Það sést á hverri skoðanakönnuninni á eftir annarri.
Sem sagt, Miðjan er komin úr fríi. Meira um ríkisstjórnina siðar.
-sme