- Advertisement -

Mjög lýðræðislegt að skilja Framsókn og Sjálfstæðisflokk eftir utan stjórnar

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Hatur er frekar lýsandi um stöðuna milli flokkanna. Það er líka hyldýpisgjá milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Jafnvel illska og hatur.

Samtals fá einangrunarflokkurinn og sérhagsmunaflokkurinn bara 29 þingmenn, sem dugar ekki til að mynda ríkisstjórn. Ætli Vinstri græn ekki að ganga endalega frá sér með tvöfaldri kviðristu þá er sá möguleiki á borðinu að skilja Framsókn og Sjálfstæðisflokk eftir utan ríkisstjórnar. Aðrir flokkar eru með samtals 34 þingmenn eða sama meirihluta og núverandi ríkisstjórn. Varaformaður Vinstri grænna sagði fyrir kosningar að atkvæði greitt VG væri ávísun á miðju-vinstristjórn.

Allir aðrir flokkar en þeir tveir stærstu geta myndað saman ríkisstjórn enda áherslur þeirra um mikilvæg mál svipaðar nema þá helst hjá Miðflokknum. Það er aftur á móti lífsnauðsynlegt fyrir þann flokk að komast í stjórn. Annars veslast hann upp. Miðflokkurinn getur myndað afar tæpan meirihluta með Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Á móti er þá ríkir ekkert traust milli Miðflokksins og Framsóknar. Hatur er frekar lýsandi um stöðuna milli flokkanna. Það er líka hyldýpisgjá milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Jafnvel illska og hatur.

Auðvitað sína þingmenn ábyrgð og þroska til að miðla málum með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi þegar til ríkisstjórnarsamstarfs kemur. Þess vegna geta aðrir flokkar en þeir tveir stærstu myndað trausta ríkisstjórn. Ég sé helst það til fyrirstöðu að Katrín á erfitt með að þola Pírata, en hún verður að víkja smámunum til hliðar fyrir vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Kosningarnar eru skilaboð um að hér komi miðju-vinstristjórn ólíkt rangtúlkun formanns Sjálfstæðisflokksins. Svo má ekki gleyma að Sósíalistaflokkurinn fékk 4,1 prósent atkvæða sem ýtir enn frekar undir miðju-vinstristjórn. Samtals þá vildu 58,3 prósent kjósenda miðju-vinstristjórn. Að horfa fram hjá þessum vilja er andlýðræðislegt!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: