- Advertisement -

Morgunblaðið með vafasöm skilaboð

Á myndinni sem líkist bergmálsmynd af fiskitorfu má sjá launabreytingar hjá tíu þúsund launþegum.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Morgunblaðið lýsti því yfir í fyrirsögn að breiðsíðugrein að „Lægri laun hækkuðu mest hjá ASÍ fólki“.  Þessu til stuðnings þá birti blaðið mynd sem líkist helst útprentun úr fiskileitartæki Hafrannsóknarstofnunar. Í upphafi greinarinnar segir síðan orðrétt „Fram kemur í skýrslu Kjaratölfræðinefndar að lægstu laun hafi lækkað mest í yfirstandandi kjarasamningalotu frá mars 2019 til maí 2020“. Ég var ringlaður, lægri laun gátu vart hafa hækkað og lækkað samtímis að jafnaði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ekki er hægt að fullyrða út frá myndinni að lægri laun hafi hækkað mest  í krónum talið.

Þar sem ég er með skipstjórnarréttindi þá vakti myndin áhuga minn enda nýbúinn að lesa gögn um launadreifingu innan vébanda ASÍ. Þar kemur fram að laun undir 400 þúsund krónum á mánuði eru það sem flokkast undir lægri laun eða lægstu laun. Á myndinni sem líkist bergmálsmynd af fiskitorfu má sjá launabreytingar hjá tíu þúsund launþegum. Hver punktur á myndinni endurspeglar þannig einn launamann, en ekki einn fisk. Eftir nokkra yfirlegu þá get ég sagt að fyrirsögnin er í besta falli vafasöm og áróðurskennd. Ekki er hægt að fullyrða út frá myndinni að lægri laun hafi hækkað mest  í krónum talið. Bara þau dæmi sem Mogginn birtir í efra hægra horni myndarinnar sýnir okkur að efri laun hækka meira í krónum talið.

Ef maður les myndina nógu lengi þá sér maður að launabreytingarnar eru ýmiskonar. Lestur myndarinnar fær mann miklu frekar til að trúa því að hærri laun hafi hækkað meira en lægstu laun í krónum talið. Það dugar ekki að góna bara á prósentuhækkanirnar því hún er reiknuð af hærri fjárhæð eftir því sem við færum okkur til hægri eftir lárétta ásnum. Myndin sýnir að launahækkanirnar ná langt upp eftir launaskalanum. Til að geta fullyrt í þá veru sem Mogginn gerir þá þarf Hagstofan sem vann myndina að birta útreikninga fyrir einstök launabil.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: