Fréttir

Mogginn: Því harðari reglur um byssueign – því fleiri árásir

By Miðjan

August 07, 2019

Staksteinar dagsins í Mogganum byrja svona: „Frétt­ir ber­ast skelfi­lega oft á ári um mann­skæðar skotárás­ir á fjöl­menn­um stöðum í Banda­ríkj­un­um, í skól­um, kirkj­um, versl­un­ar­miðstöðvum eða úti­tón­leik­um.“

Mogginn er á því að ekki gæti jafnvægis í fréttaflutningi af slíku. Meira sé gert úr fjöldamorðunum þegar það „hentar“ og minna þegar svo er ekki.

„Af þessu verða eðli­lega mikl­ar umræður og fá þær oft á sig póli­tísk­an blæ. En það sér­kenni­lega er að fréttaum­fjöll­un­in og póli­tísk­ar deil­ur virðast ein­göngu bundn­ar við flokkaða at­b­urði, enda yrði að öðrum kosti að fjalla um hið sama margoft á dag. Örfá at­vik fá beina út­send­ingu helstu stöðva og iðulega einnig helstu miðla t.d. í Evr­ópu.“

Næst er „bent“ á að ástandið sé verst þar sem Demókratar fara með stjórn og þar sem reglur um byssueign eru hvað mestar og harðastar.

„En annað af sama toga fær litla umræðu enda svo hvunndags­legt. Ef grafið er eft­ir því þá sést að um síðustu helgi urðu 53 skotárás­ir í Chicago. Sjö lágu í valn­um og 46 voru særðir.

Eng­in frétt á landsvísu, hvað þá á heimsvísu. Enda eru þegar skráðar á þessu ári 1.643 skotárás­ir í þess­ari einu borg og eru 278 þegar falln­ir og 1.365 særðir. Aldrei ávarp eða heim­sókn enda myndi for­set­inn ekki gera neitt annað.

Demó­krat­ar hafa stjórnað borg og ríki lengi og regl­ur um byssu­eign eru harðari en ann­ars staðar vestra!“