- Advertisement -

Munu gálgavextirnir lækka á þessu ári?

Jóhann Þorvarðarson:

Ég segi því eins og forsætisráðherra Íslands sagði þegar hann var með allt niður um sig í miðju fjármálahruninu, Guð blessi Ísland.

Niðurgreiðslan er einnig til að þóknast Sjálfstæðisflokknum og gjaldþrota efnahagsstefnu hans.

Jerome Powell seðlabankastjóra Bandaríkjanna sagði á blaðamannafundi í gær að þeir sem teldu að bankinn myndi lækka stýrivexti á árinu hefðu rangt fyrir sér. Hann teldi auknar líkur á meiri vaxtahækkunum heldur en hitt. Yfirlýsing Jerome Powells slær þar með af vonir Seðlabanka Íslands um að mögulegt verði að lækka íslenska gálgavexti þegar kemur að næstu kjarasamningum og þar með losa um kyrkingaról bankans.

Yfirlýsinguna verður að setja í samhengi við að undirliggjandi verðbólga á Íslandi er 7,2 prósent á meðan hún er um 5,5 prósent þar vestra. Þannig að ef Seðlabanki Bandaríkjanna telur framvindu verðbólgu næstu misseri ekki bjóða upp á vaxtalækkanir, þrátt fyrir bankakrísu, að þá er rýmið ekki heldur til staðar á Íslandi. Þess vegna tel ég að túlka beri skilaboð Seðlabanka Íslands þannig að hann stefni á að fara enn hærra með sína gálgavexti, jafnvel upp í 10 prósentin. Öðruvísi getur bankinn ekki komið með það útspil í næstu lotu kjarasamninga að lofa vaxtalækkun. Bankinn hefur nefnilega beinlínis sagt að undanförnu að hann sé að undirbúa slíka aðgerð. Ég segi því eins og forsætisráðherra Íslands sagði þegar hann var með allt niður um sig í miðju fjármálahruninu, Guð blessi Ísland.

Einnig þarf að huga að því að munur á stýrivöxtum hér á landi og í Bandaríkjunum hefur gjarnan verið margfeldið 2-4, Íslandi í óhag. Ástæðan er að íslenska krónan hefur ekki tiltrú og því þurfa skuldarar að niðurgreiða gengi hennar með gálgavöxtum, sem hvergi þekkjast annars staðar í kringum okkur. Niðurgreiðslan er einnig til að þóknast Sjálfstæðisflokknum og gjaldþrota efnahagsstefnu hans.

Þú gætir haft áhuga á þessum

… að henda aragrúa heimila út á gaddinn með glórulausri hagstjórn.

Miðað við nýjar verðbólgutölur frá Bretlandi þá er verðbólgudraugurinn enn með vind í seglunum og er það því skrifað í skýin að kyrkingaról Seðlabanka Íslands muni þrengjast enn meira og murka lífið úr fjölmörgum heimilum. Væntingar um annað er tál eins og sakir standa, en landsmenn geta brugðist við með skipulögðum mótmælum. Það gengur alls ekki að sú áhöfn sem stýrir Seðlabankanum og landsmálum komist upp með það átölulaust að henda aragrúa heimila út á gaddinn með glórulausri hagstjórn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: