- Advertisement -

Múrinn er fallinn

Jóhann Þorvarðarson:

Slá má því föstu að fjármálaráðherra landsins sé hinn eini sanni óstöðugleikakóngur landsins enda stafar verðbólga af honum eins og skært ljós á öryggishjálmi.

Því miður þá hefur gömul spá mín um að verðbólga á Íslandi muni brjóta 10 prósent markið ræst þvert á endalausar spár banka landsins um að bólgan hafi toppað. Í dag mælist verðbólgan á ársgrundvelli vera 10.2 prósent. Nú er Ísland með hæstu verðbólguna í samanburði við lönd sem við viljum helst flokkast með. Þurfum við í raun að líta til Eystrasalts ríkja til að finna hagstæðan samanburð, en verðbólga þar er á bilinu 18 til rúm 21 prósent.

Án húsnæðisliðar þá er ársbólgan 8,9 prósent, en Flokkur fólksins hefur viljað henda þessum lið út úr verðlagsvísitölunni. Það kæmi skuldurum illa.

Það sem er vont við fréttir dagsins er að skriðþungi verðbólgunnar er gríðalegur og hækkaði frá fyrra mánuði um 1,39 prósent. Þakka má kólnun fasteignaverða að ekki fór verr, en án þróunar á fasteignamarkaði þá hefði bólgan mælst meiri en 1,8 prósent í febrúar. Horfa þarf aftur til áranna 2008 til 2009 til að finna samjöfnuð. Hægt er því að slá því föstu að Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti enn aðra ferðina núna í mars. Annað væri stílbrot.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Verðbólguforsendur samningsins eru komnar út á leirurnar.

Við erum að sjá það beggja megin við Ísland að undirliggjandi verðbólga er ekki að gefa eftir. Í Bandaríkjunum þá er óvenju mikil hagspenna. Og hún kallar á endurmat hjá Seðlabanka Bandaríkjanna. Eftir stutt skeið jákvæðra væntinga um að bönd séu komin á verðbólgudrauginn þá er ávöxtunarkrafa 10 ára ríkisskuldabréfa hjá helstu hagkerfum veraldar komin í norðurgírinn. Stefnir hún að nýju á vaxtatoppana, sem sáust þegar Liz Truss var forsætisráðherra Bretlands í skamma hríð í haust.

Sjálfur tel ég ekki langt í að stýrivextir vestan hafs fari í 6 prósent. Afleiðingin yrði að spá mín um að íslenskir stýrivextir nálgist 10 prósentin er ekki fjarlægur veruleiki.

Slá má því föstu að fjármálaráðherra landsins sé hinn eini sanni óstöðugleikakóngur landsins enda stafar verðbólga af honum eins og skært ljós á öryggishjálmi. Nú sannast að bráðræði Starfsgreinasambandsins að gera kjarasamning í nóvember síðastliðinn var eitt stórt glóruleysi. Verðbólguforsendur samningsins eru komnar út á leirurnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: