- Advertisement -

Myndarleg vaxtalækkun hinum megin við hornið?

Jóhann Þorvarðarson:

Síðan á að tappa af himinháum gjaldeyrisvaraforða landsins í stað aukins hallareksturs ríkissjóðs. Sú aðgerð myndi minnka lánsþörf ríkisins, draga úr vaxtaþrýstingi og styrkja krónuna.  

Ég tel að ársverðbólga falli niður í 6,5 prósent eða þar um bil í lok mánaðar. Jafnvel niður í 6 prósent. Allavega gerist það fljótlega að óbreyttu. Verði það raunin þá verður ekki hjá því komist fyrir Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti umtalsvert enda væru vextir í landinu orðnir jákvæðir um meira en 3 prósentustig.

Áhættan næstu misseri lýtur ekki eingöngu að kjarasamningum heldur er krónan enn og aftur til vandræða. Núna eru það jarðhræringarnar á Reykjanesskaganum sem valda veikingu krónunnar ásamt minnkandi verðmætum fiskútflutnings. Hún hefur á skömmum tíma veikst um 8-10 prósent gagnvart helstu viðskiptagjaldmiðlum landsins. Ef ríkisstjórnin fer í átak að flytja inn einingarhús þá veikir það krónuna enn frekar, að öllu öðru jöfnu. Húsbyggingarátak af öðrum toga fyrir Grindvíkinga mun einnig veikja myntina og valda verðþrýstingi.

Til að glíma við ástandið þá tel ég réttlætanlegt að krónan verði tímabundið tekin af markaði og gengið fastsett til að standa vörð um landsmenn og hagkerfið (þjóðarvarúð). Síðan á að tappa af himinháum gjaldeyrisvaraforða landsins í stað aukins hallareksturs ríkissjóðs. Sú aðgerð myndi minnka lánsþörf ríkisins, draga úr vaxtaþrýstingi og styrkja krónuna.  


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: