- Advertisement -

Nauðvörn forsætisráðherra

Það er að koma æ betur í ljós að sveltistefna ríkisstjórnarinnar, sem er hönnuð hjá Samtökum atvinnulífsins.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Forsætisráðherra var í nauðvörn á Alþingi í dag. Vegna slælegrar hagstjórnar þá spáir Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) að lengri tíma taki fyrir Ísland en önnur þróuð ríki að ná sama slagkrafti og fyrir veirufaraldurinn. Eða 45 mánuð á meðan Norðmenn verða 21 mánuð að ná fyrri skriðþunga. Hér munar tveimur árum! Mikil landsframleiðsla fer í súginn. Íslenskar efnahagsráðstafanir þykja ómarkvissar, vægar og ekki fara til þeirra sem á þeim þurfa að halda.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er að koma æ betur í ljós að sveltistefna ríkisstjórnarinnar, sem er hönnuð hjá Samtökum atvinnulífsins, er ekki að virka. Hún framlengir eymd atvinnulausra úr hömlu. Það er ótækt að ríkið megi ekki fara í innviða framkvæmdir af meiri krafti en raunin er við þær aðstæður sem uppi eru. Ný Sjálendingar fóru í mjög öflugar framkvæmdir á vegum ríkisins og samkvæmt OECD mun landið endurheimta fyrri styrk á 24 mánuðum. Einkageirinn er ófær um að laga atvinnuástandið hratt. Þarna liggja mikil mistök hjá ríkisstjórninni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: