- Advertisement -

Niðurlög Covid-19 á langt í land

Það gæti geymt feigðina í sér fyrir þá atvinnugrein þegar upp er staðið.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Að gefnu tilefni þá langar mig að vekja athygli á neðangreindri mynd, sem fengin er að láni hjá Johns Hopkins háskólanum. Þó Íslendingar og margar aðrar þjóðir hafi náð góðum tökum á Covid-19 faraldrinum þá hafa fjölmörg lönd aðra sögu að segja.  Þið sjáið að Bandaríkjamönnum gengur hægt og Brasilía er á hraðri uppleið. Þó aðrar línur á myndinni liggi neðar þá vísa þær upp á við og virðast tilbúnar í veldisvöxt. 

Bylgja tvö er að gera vart við sig og nefni ég alveg sérstaklega Íran í því samhengi. Þar náði bylgja tvö að toppa þá fyrstu. Á heimasíðu háskólans má sjá athyglisverð línurit fyrir einstök lönd, en ég fékk myndina fyrir Íran einnig að láni og fylgir hún líka með, sjón er sögu ríkari!

Mikilvægt er að stýra því af festu þegar landamæri Íslands eru opnuð í áföngum og láta þrýsting frá ferðaþjónustunni ekki stjórna för. Það gæti geymt feigðina í sér fyrir þá atvinnugrein þegar upp er staðið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: