- Advertisement -

Konu hefur orðið óglatt yfir minna

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Icelandair gerir stórkostlega atlögu, með aðstoð og blessun Samtaka atvinnulífsins, að grundvallarréttindum vinnandi fólks á Íslandi og kemst upp með það. Og ekki aðeins komast milljón-króna mennirnir upp með lögbrotið heldur fá klapp á bakið frá stjórnvöldum.

„Hvernig líður þér, kæri vinur?“

Konu hefur orðið óglatt yfir minna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Af efling.is

Stjórnendur Icelandair eru nýbúnir að brjóta lög og rótgrónar hefðir á íslenskum vinnumarkaði. Þeir notuðust við ólöglegar uppsagnir til að nauðbeygja flugfreyjur í kjarabaráttu og hótuðu að smíða nýtt gervistéttarfélag fyrir starfsfólk sitt.

Aldrei í öllu þessu ferli heyrðist píp í íslenskum stjórnvöldum. Nú þegar þessum aðförum er lokið á að verðlauna Icelandair með ríkistryggðum lánveitingum. Forstjóri Icelandair birtist rogginn í fjölmiðlum, ánægður með fenginn.

Styður ríkisstjórnin þessa stjórnendur og umgengni þeirra við vinnumarkaðinn?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: