Mynd: trolli.is

Greinar

Nú er Guðjón að nýju sagður sekur

By Ritstjórn

September 20, 2019

Sigursteinn Másson skrifar:

Þau augljósu mistök hafa orðið að ríkisvaldið hafnar nú öllum bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar innan við ári frá því að æðsti dómstóll sama ríkisvalds sýknaði Guðjón og hina sem dæmdir voru í Geirfinns- og Guðmundarmálum af aðild að mannshvörfum. Nú er vísað til meingallaðs og veruleikafyrts Hæstaréttardóms frá 1980 og Guðjón að nýju sagður sekur. Þetta er svo forhert og svo fjandsamleg aðför að réttarríkinu að óhugsandi er annað en að forsætis- og dómsmálaráðherra taki ríkislögmanninn á teppið og gjörbreyti málsvörn ríkisins. Það er eðlilegt að tekist sé á um upphæð skaðabóta vegna langvarandi tilhæfulausrar einangrunar, harðræðis, fangelsisvistar og mannorðsmissis en að þessi mál séu nú tekin áratugi aftur í tímann er með öllu óviðunandi.