- Advertisement -

Nú er röðin kom­in að okk­ur, verka­fólk­inu

Sigurjón Hafsteinsson, sem starfar í slökkvi- og björgunarþjónustu á Keflavíkurflugvelli, skrifar grein sem Mogginn birti í morgun.

Þar segir til dæmis þetta: „Bolt­inn er hjá ykk­ur, rík­is­stjórn Íslands og at­vinnu­rek­end­ur, gefið rétt af góðær­inu til þeirra sem sköpuðu það; góðæri sem oft er minnst á í ræðu og riti en fáir sjá í mánaðarlegu upp­gjöri heim­il­is­bók­halds­ins.“

Sigurjón brýnir forystu launafólks„Nú er röðin kom­in að okk­ur, verka­fólk­inu, sem sköpuðum góðærið í land­inu, ágætu for­ystu­menn launþega. Vil­hjálm­ur Birg­is­son, Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, Aðal­steinn Árni Bald­urs­son og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir: hræðumst ekki tals­menn elítunnar með sinn inni­halds­lausa áróður held­ur þétt­um raðir okk­ar enn frek­ar fyr­ir kom­andi (von­andi) friðsam­leg átök fram und­an, en verið þess minn­ug að ykk­ar um­bjóðend­ur, þ.e.a.s. verka­lýður­inn, elli­líf­eyr­isþegar, ör­yrkj­ar, heim­il­in og fjöl­skyld­urn­ar, of­an­greind­ir hóp­ar munu standa með ykk­ur og vera stoð ykk­ar og stytta. Hér gild­ir hið fornkveðna; einn fyr­ir alla og all­ir fyr­ir einn, þetta verða okk­ar orð og efnd­ir í lok dags.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurjón segir svo: „Staðreynd­in er nefni­lega sú að bætt­ur hag­ur verka­lýðsins er lyk­ill að fram­förum á sama hátt og of­ur­laun elítunnar auka fá­tækt og mis­skipt­ingu.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: