- Advertisement -

Óábyrgur tungufoss

Jóhann Þorvarðarson:

Sannast enn og aftur að maðurinn getur ekki forðast Kaupþings-upprunann og dapurt er til þess að vita að þetta hafi verið hans helsta framlag til fundarins í morgunn.

Óbeislaður tungufoss seðlabankastjóra hættir ekki að koma á óvart og flæðir fossinn æ oftar yfir bakka sína. Á fjölmiðlafundi í dag þegar rætt var um nýja skýrslu um stöðu fjármálaáhættu landsins bættist í sarpinn yfir eftirminnilegar yfirlýsingar Ásgeirs Jónssonar.

Í umræðu um mikla hækkun greiðslubyrði íbúðalána, sem Seðlabankinn ber mikla ábyrgð á, þá hafði Ásgeir það að segja að fólk ætti að hugleiða á móti hvað það er búið að græða mikið eigið fé vegna verðhækkana íbúða undanfarin tvö ár.

Obbi landsmanna á aftur á móti einungis eina skuldsetta íbúð og getur ekki innleyst þessa meintu eignaaukningu öðruvísi en að selja ofan af sér. Og flytja á næsta tjaldstæði. Þar til þá lækkar greiðslubyrðin ekki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sannast enn og aftur að maðurinn getur ekki forðast Kaupþings-upprunann og dapurt er til þess að vita að þetta hafi verið hans helsta framlag til fundarins í morgunn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: