- Advertisement -

Ódýrt og villandi

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Morgunblaðinu fannst ekki nauðsynlegt að minnast á þessi atriði af þekktum ástæðum.

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) var með ófullkomna athugun sem segir að hlutfallsleg fátækt sé hvergi minni en á Íslandi af löndum sem eiga aðild að stofnuninni. OECD reiknar svokallaða fátæktarlínu með því að mæla miðgildi milli lægstu og hæstu launa í hverju landi. Síðan er lína dregin sem nemur helmingnum af miðgildinu. Allir fyrir neðan línuna er taldir fátækir. Gróft á litið þá má segja að fátæktarlínan liggi þar sem fjórðungur hæstu launa liggi.

Morgunblaðið fjallaði um en sleppti að tiltaka að ef tvö lönd eru með jafnmarga í hlutfallslegri fátækt þá segi það ekki neitt um hvort staða fátækra í löndunum tveimur sé áþekk. OECD skoðar nefnilega ekki eignastöðu fólks. Rík manneskja getur til dæmis haft lítil sem engin laun, en samt lifað munaðarlífi. Telst ekki fátæk í raun þó viðkomandi falli undir fátæktarlínuna. Einnig er að OECD tekur ekki tillit til ráðstöfunartekna eða launa þegar búið er að draga skatta frá. Síðan er engin tilraun gerð til að fjalla um kaupmátt launanna eða hvort mánaðarlegir endar nái saman sem er aðalatriði málsins. Að lokum þá var ekkert fjallað um gæði innviða í hverju landi í athugun OECD. Morgunblaðinu fannst ekki nauðsynlegt að minnast á þessi atriði af þekktum ástæðum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: