- Advertisement -

Ófullkomin frásögn fjármálaráðherra

Þeir sem tilheyra lægstu tíundinni eða eru með lægstu ráðstöfunartekjurnar hækka minnst allra.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ófullkomin frásögn fjármálaráðherra

Fjármálaráðherra landsins er hvorki góð heimild né góður til frásagnar. Það hefur hann sýnt oft í ræðustól Alþingis. Í vikunni þá sagði hann orðrétt „Í neðstu tekjutíund þeirra sem eru 66 ára og eldri og búa í eigin fasteign erum við að horfa upp á breytingu sem talin er í margfeldi“. Þarna átti hann orðastað við annan þingmann og vildi meina að ráðstöfunartekjur þeirra sem verst hafa það í samfélaginu í þessum aldurshópi (tilheyra neðstu tekjutíundinni) geti vel við unað vegna þess að eitthvað margfeldi væri á breytingu ráðstöfunartekna frá árinu 1991 og fram til ársins 2019.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Málið er að fólk lifir ekki á margfeldi og lægri tölur hækka alltaf hlutfallslega meira en stærri tölur vegna eðli talna. Krónu hækkun á tíu krónur er 10 prósent hækkun á meðan sama hækkun er aðeins 1 prósent á 100 krónur. Svo gerir ráðherrann enga tilraun til að gera samanburð milli tekjutíunda í landinu. Ég ákvað því að botna frásögnina til að sýna heildarmyndina í krónum talið.

Á myndinni sem fylgir má sjá samanburð yfir breytingu ráðstöfunartekna í neðstu, mið, næst efstu og efstu tekjutíund frá árinu 1991 til ársins 2019 í krónum talið. Þeir sem tilheyra lægstu tíundinni eða eru með lægstu ráðstöfunartekjurnar hækka minnst allra og þeir sem eru í efstu lögunum raka til sín auknum tekjum. Sem sagt, ójöfnuður hefur aukist! Ráðherrann sjálfur tilheyrir efstu tíundinni og hefur því bætt eigin stöðu meira en aðrir landsmenn.

Á árabilinu sem ráðherrann vitnar í þá hefur Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur farið með stjórn landsins svo til sleitulaust. Vaxandi misskipting þjóðartekna er á ábyrgð flokkanna. Gott er að hafa það í huga í kosningunum í haust.   


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: