- Advertisement -

Öfundsverður árangur

Atvinnuleysislaun voru hækkuð tímabundið um 331 þúsund krónur á mánuði eða um 2.400 dollara.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Á myndinni sést hvernig smásala hefur þróast í Bandaríkjunum eftir mánuðum á árinu. Þegar Covid-19 veiran hóf yfirreið sína urðu meira en 23 milljónir manna án atvinnu og atvinnuleysi mældist 14,7 prósent af vinnuafli. Smásala hrundi í kjölfarið. Stjórnmálamenn þar vestra tóku höndum saman og réðust gegn eftirspurnaráfallinu með myndarlegum aðgerðum á eftirspurnarhlið hagkerfisins. Atvinnuleysislaun voru hækkuð tímabundið um 331 þúsund krónur á mánuði eða um 2.400 dollara. Fyrstu sjö mánuðina þá er smásala upp um 5,3 prósent, sem kemur mörgum á óvart miðað við aðstæður. Sjö milljónir manna hafa síðan snúið aftur til starfa þrátt fyrir að veiran sé enn á uppleið. Tilefni er til að Alþingi Íslands veiti þessu mikla athygli.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…hvort þeir eigi lengur samleið með SA?

Það er tímabært að sérhagsmunasamtök eins og Samtök atvinnulífsins (SA) komi inn í nútímann og hætti að boða úrelt úrræði. Já, og hætti að tala eftir úr sér gegnum hagfræðikenningum fortíðar og hætti að bera falskan áróður á borð landsmanna. Aðgerðir á eftirspurnarhlið hagkerfisins eins og Bandaríkjamenn grípa tímabundið til við núverandi aðstæður kemur félagsmönnum SA til góða í formi aukinnar viðskiptaveltu. Tal og greinarskrif launaðra starfsmanna SA gegn þessum hugmyndum vinnur beinlínis gegn hagsmunum félagsmanna SA. Það út af fyrir sig hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir félagsmenn og margir þeirra spyrja sig eflaust hvort þeir eigi lengur samleið með SA?

Aðgerðir á eftirspurnarhliðinni þarf ekki að kalla á aukna skattbyrði þó sumir þverhausar haldi slíku ranglega fram, en umfjöllun um það er efni í aðra grein. Ég get þó sagt að til lengri tíma þá mun ríkissjóður hagnast á því að Alþingi Íslands ákveði að grípa til sambærilegra aðgerða á eftirspurnarhliðinni og Bandaríkjamenn hafa gert.

Ég fjalla nánar um aðgerðir Bandaríkjamanna í þessari grein hér „Ríkisstjórnin getur lært þetta af bandaríska þinginu!“.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: