- Advertisement -

Ofursnillingurinn

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Deltaveirunni var boðið í opna heimsókn, var heiðursgestur á sjálfsupphafningarhátið ríkisstjórnarinnar.

Sjúkk hvað við erum heppin með ríkisstjórn. Ístöðuleysið er án hliðstæðu. Eitt gildir í dag og annað á morgun. Frelsishugsjón Sjálfstæðisflokksins breytist daglega eins og vindhani í miðjum hvirfilbyl. Í lok júní þá fagnaði ríkisstjórnin hinu fullkomna frelsi. Öllum sóttvörnum var fórnað og Áslaug Arna fagnaði sem heimsmeistari. „Það var ekkert smá gaman hjá henni“ að eigin sögn. Svandís heilbrigðisráðherra hoppaði af kæti sigurvegarans og Bjarni fjármálaráðherra hefur sagt að landið hafi fengið samkeppnisforskot á aðrar þjóðir með komu kóvít-19 farsóttarinnar. Veiran réði nefnilega ekkert við strjálbýla eyju. Það er forskot fólgið í að vera dreifbýlt land að sögn Bjarna. Við erum sko stórasta land í heimi eftir allt saman.

Á myndinni sem fylgir má sjá lóðrétta ör til marks um hvenær ríkisstjórnin ákvað að fagna hinum mikla sigri yfir veirunni. Deltaveirunni var boðið í opna heimsókn, var heiðursgestur á sjálfsupphafningarhátið ríkisstjórnarinnar. Skálað var í bleikt champagne frá samnefndu héraði. Engar eftirlíkingar takk fyrir! Hver ráðherrann á fætur öðrum var tignaður. Veittu hvort öðru heiðursorðu með titlinum „Snillingur“. Bjarni fjármálaráðherra fékk þó hærri tign en aðrir ráðherrar því hann kom auga á þetta einstaka samkeppnisforskot sem kóvít-19 færði þjóðinni. Hann ber nú titilinn „Ofursnillingur“. Hann er klárari en annað fólk silfurskeiðungurinn sá.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Covid 19:

Í hádeginu þá rak ríkisstjórnin sjálfa sig í skammakrókinn.

Eftir að öllum sóttvörnum var fórnað þá hefur heiðursgesturinn þakkað kærlega fyrir sig og farið sannkallaða sigurför um landið strjálbýla. Allt í boði frelsishugsjónar Sjálfstæðisflokksins. Ofursnillingurinn mat áhættuna enga því veiran ætti ekki roð í dreifbýlið. Gesturinn kann að þakka fyrir sig og hefur fest  rætur í öllum landshornum. Meira að segja haft viðkomu á Hornströndum þar sem enginn býr.

Í hádeginu þá rak ríkisstjórnin sjálfa sig í skammakrókinn. Munu skimanir á íslenskum kennitölum við komuna til landsins hefjast að nýju. Samt ekki alveg strax því frelsispartýið má ekki hætta snögglega. Bíða á með varnirnar þar til 16. ágúst næstkomandi. Ríkisstjórnin ætlar nefnilega að veita gestinum rúmt andrými til að herða enn frekar á útbreiðslunni. Katrín Jak & Co er svo sannarlega með hlutina á tandurhreinu. Lætur ekki smotterís mótþróaaröskun skemma veisluna. Það verður síðan „ekkert smá gaman“ hjá dúllunni í tíu daga í viðbót. Er ekki best að fá sér bleikt kampavín í kvöld og vera með í partýinu og er ekki nauðsynlegt að fara á B5 þar sem veiran dreifist með leifturhraða?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: