
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
„Gullæði hefur gert var við sig hjá bílaleigum í landinu og ekki útilokað að æði sé runnið á fleiri.“
Ársverðbólga í Bandaríkjunum er komin í 5,4 prósent samanber myndin. Hefur hækkað um 0,4 prósentustig frá því í maí. Verðbólgan á Íslandi er sem stendur 4,3 prósent. Ég endurtek áhyggjur mínar að hún sé mögulega á leiðinni í 5,5 prósent og síðan í áttina að 7 prósentum. Gullæði hefur gert var við sig hjá bílaleigum í landinu og ekki útilokað að æði sé runnið á fleiri. Þegar upp er staðið þá getur hegðunin laskað orðspor ferðaþjónustunnar.
