- Advertisement -

Og enn hækkar óvinkonan

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Er þetta annað sinni á skömmum tíma sem bankinn blandar sér í stjórnmálin með afdrifaríkum hætti, en hann á að standa utan þeirra.

Verðbólga er tekin til við að hækka á ný og mælist ársbreyting nú 4,4 prósent samanber myndin sem fylgir. Það er þvert á spár jötna hagspáa um að verðhjöðnun sé í kortunum. Ef litið er á verðlagsbreytingar undanfarna 6 mánuði þá er bólgan komin í 5,1 prósent og nálgast spá mína um að hún geti slegið í 5,5 prósent fljótlega. Og ef ekkert er að gert farið síðar í 7 prósent verðbólgu.

Seðlabankinn beið fram yfir kosningar með að tilkynna hertar aðgerðir í tilraun sinni til að slá á bólguna. Er þetta annað sinni á skömmum tíma sem bankinn blandar sér í stjórnmálin með afdrifaríkum hætti, en hann á að standa utan þeirra. Ásýnd bankans hefur beðið hnekki og þar er laus tunga seðlabankastjóra vandamál. Hann hefur mikla þörf að vera í sviðsljósinu ólíkt bestu seðlabankastjórum veraldar, sem halda sig til hlés sem mest þeir geta.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í dag þá tilkynnti bankinn nýjar reglur til að vinda ofan af eigin mistökum við peningastjórnina. Nú er lánendum settar auknar takmarkanir á húsnæðislán og má greiðslubyrði fasteignalána almennt ekki fara yfir 35 prósent af ráðstöfunartekjum skuldara. Síðan hefur bankinn ákveðið að hækka eiginfjárkröfur bankanna um 2 prósent, sem aftur dregur saman lausafé þeirra. Aðgerðunum er ætlað að hafa kælinga áhrif á eignaverð: fasteignir og hlutabréf. Verð skuldabréfa mun einnig lækka og verður fjármögnun ríkisjóðs dýrari

Að embættismannakerfið sé að stýra stjórnmálaumræðunni er ótækt.

Það er ekki bara Seðlabankinn sem beið með að tilkynna sínar aðgerðir heldur var Hagstofan seinna á ferðinni að tilkynna verðbólgu mánaðarins en venja er til . Kom tilkynningin ekki fram fyrr en í gær. Báðar þessar stofnanir höfðu þar með áhrif á stjórnmálaumræðuna fyrir kosningarnar. Að embættismannakerfið sé að stýra stjórnmálaumræðunni er ótækt.

Það sem er nú að eiga sér stað eru alvarleg tíðindi. Verðbólgan sýnir að hún vill hærra, sem endurspeglar óstöðugleika við efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. Ákvarðanir Seðlabanka eru einnig alvarleg tíðindi því þær eru ígildi vaxtahækkana. Það mun lækka framfærslufé skuldugra heimila með breytilega vexti eða verðtryggð lán. Þessi atriði hefðu breytt umræðunni fyrir kosningar enda gekk Sjálfstæðisflokkurinn fram með rangfærslur í sinni auglýsingaherferð um meintan stöðugleika.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: