- Advertisement -

Og vissir þú þetta?

Báðir hafa barist hart á móti bættri velferð aldraðra, öryrkja og fatlaðra.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Vegna umræðu um landbúnaðarmál þá er ágætt að vita þetta:

Sauðfjárbóndinn:

Þú gætir haft áhuga á þessum
  • Stuðningsgreiðslur í sauðfjárrækt í fjárlögum 2018 var 5.100.000.000 krónur. Hver sauðfjárbóndi fær að jafnaði 4.850.000 krónur á ári frá ríkinu.

Nautgripabóndinn:

  • Stuðningsgreiðslur til kúabænda í fjárlögum 2018 var 6.700.000.000 krónur. Hver kúabóndi fær að jafnaði 11.700.000 krónur á ári frá ríkinu.

Garðyrkjubóndinn:

  • Stuðningsgreiðslur til garðyrkjubóndans í fjárlögum 2018 var 282.000.000 krónur. Hver garðyrkjubóndi fær að jafnaði 9.700.000 krónur á ári frá ríkinu.

Greiðslur til bænda skerðast ekki þó bóndinn hafi aðrar tekjur, t.d. við ferðaþjónustu, kennslu, akstur, þingmennsku eða annað. Þessu er öðruvísu farið með aldraða, öryrkja og fatlaða. Um leið og þeir afla sér atvinnutekna þá skerðast bæturnar hratt og fljótt. Það má því segja að bændur séu mestu styrkþegar landsins og hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Hagsmunagæsla þeirra er öflug með 2% manninn Willum Þór Þórsson framsóknarþingmann sem formann fjárlaganefndar Alþingis. Honum til stuðnings er varaformaðurinn og sjálfstæðismaðurinn Haraldur Benediktsson. Haraldur er bóndi eins og landsmenn vita! Báðir hafa barist hart á móti bættri velferð aldraðra, öryrkja og fatlaðra.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: