- Advertisement -

Óhreint mjöl Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur

Sumir jafna sig aldrei. Dæmin eru mörg og sum sérlega ljót.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ef ég man rétt þá viðurkenndi ríkissaksóknari í blaðaviðtali að mál embættisins væru ekki alltaf nægilega vel rannsökuð áður en þau færu fyrir dómstóla. Yfirlýsingin var sláandi. Ákæruvaldið á að byggja mál á sönnunargögnum, vettvangs rannsóknum og vitnisburði sé honum til að dreifa. Og huga á að öllum hliðum máls. Ekki er hægt að stytta sér leið í þessum efnum því miklir hagsmunir eru yfirleitt undir. Allir eiga síðan rétt á faglegri og hlutlausri málsmeðferð fyrir hlutlausum dómstóli. Þetta er einfaldlega grafið í stjórnarskrá landsins.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir oddviti Viðreisnar í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum þarf að gera hreint fyrir sýnum dyrum. Hún var aðstoðarsaksóknari og síðar saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara áður en hún settist óvænt inn á þing. Hún hefur því komið að mörgum ákvörðunum hvort mál fara fyrir dómstól eða ekki. Ákvörðun um að kæra getur aldrei verð léttvæg og því þarf að vanda vel til verka. Miðað við orð ríkissaksóknara þá hefur embættið viðurkennt að hafa ekki sinnt lögbundinni rannsóknarskyldu. Samt er vaðið áfram með kærur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hversu oft lét hún eigin fordóm stjórna sér?

Aðilar sem hafa farið í gegnum dómskerfið saklausir hafa mátt líða mjög fyrir vinnubrögðin. Inn í málin dragast gjarnan fjölskyldur, sem líða mikla áraun. Svo mikla að það fylgir þeim ævina á enda. Sumir jafna sig aldrei. Dæmin eru mörg og sum sérlega ljót. Eitt er bara frekar nýlegt þar sem bæði fjölmiðlar og ákæruvaldið fóru offari. Saklausir lágu í valnum!

Þorbjörg Sigríður þarf að svara réttmætum spurningum varðandi störf sín hjá embætti ríkissaksóknara: Hversu oft stóð hún að ákvörðun um að fara með mál fyrir dómstóla án þess að það væri fullrannsakað? Hversu oft tók hún ákvörðun að hunsa frásagnir marktækra vitna? Hversu oft lét hún eigin fordóm stjórna sér? Hversu oft lét hún persónulegan framametnað draga sig út í gönur? Og já, hversu oft hefur hún reynt að hafa æruna af saklausu fólki?

Hér skiptir engu máli hvaða tegund máls um ræðir. Í öllum tilvikum þá er annað hvort um fjárhagslega hagsmuni að ræða eða mannorð. Ég er ekki að tala um mál þar sem ekið er óvart yfir á gulu ljósi eða farið örlítið yfir hámarkshraða. Ef Þorbjörg Sigríður kemur ekki hreint fram þá munu aðrir taka ómakið af henni þegar dregur að kosningum! Það dugar lítt að ætla að sækjast eftir sæti á Alþingi þar sem landslög eru sett, en hafa sjálf virt eigin rannsóknarskyldu að vettugi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: