- Advertisement -

Óhughreystandi hagtölur frá Evrópu

Jóhann Þorvarðarson:

Það flækir málin mjög mikið eins og sýnir það sig í því að verðbólgan hleypur hraðar en stjórnvöld hugsa. Gefin bólgulyf virka lítt enn sem komið er og það gæti kallað á harðari aðgerðir seðlabanka.

Í dag þá komu nýjar hagtölur út í Bretlandi og Frakklandi og eru þær óhughreystandi í verðbólgulegu tilliti. Alveg eins og bandarísku tölurnar þá styðja þær við álit mitt um að bönd séu ekki komin á skaðvaldinn og búast megi áfram við mikilli bólgu.

Smásala í janúar jókst um 0,5 prósent í konungsríkinu þegar væntingar voru um samdrátt upp á þriðjung úr prósenti. Og ef við sleppum orkugjöfum þá jókst smásalan um 0,4 prósent þegar von var á stöðnun. Þetta magnar verðbólguþrýstinginn upp þegar atvinnuleysi er í sögulegu lágmarki hjá Bretum eins og víða annars staðar.

Í sama mánuði þá jókst verðlag á samræmdan mælikvarða um 0,4 prósent í Frakklandi og er aukningin í efri kanti langtíma stefnulína. Yfir 12 mánuði þá hækkaði verðbólgan upp í 7 prósent eða úr 6,7 prósentum. Tíðindin eru slæm þar sem franska hagkerfið er ein af undirstöðum evru svæðisins. Áhrifanna mun því gæta á Íslandi enda á landið mikil viðskipti við evrulöndin. Og krónan mun verða fyrir auknum þrýstingi í veikingarátt að öllu öðru óbreyttu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Slá má því föstu að verðhækkanir séu útbreiddar í stað þess að vera afmarkaðar við þætti eins og til dæmis olíuverð. Það flækir málin mjög mikið eins og sýnir það sig í því að verðbólgan hleypur hraðar en stjórnvöld hugsa. Gefin bólgulyf virka lítt enn sem komið er og það gæti kallað á harðari aðgerðir seðlabanka.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: