- Advertisement -

Ólæsi og skrök fjármálaráðherra

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ég var ósammála og birti verðbólguspá snemma á síðasta ári hér á Miðjunni. Sagði að árshækkun verðlags stefndi yfir 5,5 prósent, en hún er komin yfir 5,7 prósent. Næsta viðnám væri síðan 7 prósent verðbólga, aukning sem allt í einu er ekki svo langt undan.

Ég man ekki hversu oft fjármálaráðherra kom fram fyrir svindlkosningarnar í september og skrökvaði að þjóðinni. Sagði stöðugleika ofan á stöðugleika vera til staðar og landsmenn ættu að kjósa bófaflokkinn. Hann komst upp með vitleysuna því stjórnarandstaðan var svo ferlega slöpp. Og er enn.

Eftir vetrarfrí í miðjum samkomutakmörkunum þá er fjármálaráðherra mættur til leiks á ný og staðfestir ólæsi sitt á efnahagsmálin. Núna á víst verðbólgan bara að vera einskiptis dæmi. Á ferðinni er ranghugmynd, sem blygðunarlausir afneitarar halda fram. Þetta er svo sem ekki sér íslenskt fyrirbrigði því áróðurinn hefur einnig heyrst á Vesturlöndum. Það virðist aftur á móti vera stefna hjá íslenskum valdhöfum og bönkum að horfast ekki í augu við staðreyndir, sem blasa við svona sæmilega vökulu fólki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Jötnar íslenskrar hagspáa hafa á umliðnum misserum ítrekað sagt að verðhjöðnun væri í kortunum. Ég var ósammála og birti verðbólguspá snemma á síðasta ári hér á Miðjunni. Sagði að árshækkun verðlags stefndi yfir 5,5 prósent, en hún er komin yfir 5,7 prósent. Næsta viðnám væri síðan 7 prósent verðbólga, aukning sem allt í einu er ekki svo langt undan. Jafnvel bara hinu megin við hornið. Og fjármálaráðherra segir bólguna ekki vera taumlausa.

„Skrökvað að þjóðinni.“

Hann hefur rangt fyrir sér og er fórnarlamb eigin herferðar, sem nefnist „Skrökvað að þjóðinni“. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur nú þegar yfirgefið eigið viðhorf um að yfirstandandi verðhækkanir séu verðbólguskot (e. transitory) og viðurkennir að þær séu bæði almennar og óviðráðanlegar til skemmri tíma litið. Bandarískir fyrirtækjastjórnendur búast við að laun hækki um 3,9 prósent á árinu eftir 4 prósent hækkun á því síðasta. Það er óhaldbært að fjármálaráðherra Íslands skuli vera fastur inn í myrkvaðri búblu með sólgleraugu á nefi.  

Nú þegar taumhald verðbólgunnar er slitið þá verður ekki komist hjá því að ræða grunnskipun þjóðfélagsins, óstjórn landsins og íslenska turninn á myndinni. Stinga þarf á blekkingarbúbluna og koma stjórn á landið með hæfu fólki.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: