- Advertisement -

Ólafur Jóhann klikkar á dauðafæri

Rithöfundurinn ríki veitti okkur gott yfirlit um gang mála þar vestanhafs og var lýsingin átakanleg.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Hinn góði rithöfundur Ólafur Jóhann kom fram í Silfri dagsins og var frammistaða hans eftirminnileg. Hann ásamt fjölskyldu sinni færði sig til Íslands á meðan ófremdarástandið sem kórónuveiran veldur í New York gengur yfir. Val sem stendur ekki öllum Íslendingum til boða vegna efnahags. Vonandi gátu samt sem flestir komið til landsins. Rithöfundurinn ríki veitti okkur gott yfirlit um gang mála þar vestanhafs og var lýsingin átakanleg. Alla vega tveir sem rithöfundurinn þekkir persónulega hafa fallið frá.

Hann sagði okkur einnig frá húsverðinum sem starfar í byggingunni þar sem fjölskyldan býr í NY og  ku hann vera að berjast við veiruna. Rithöfundurinn sagði orðrétt „Þarna er til dæmis maður sem er fjölskylduvinur með árunum, húsvörður, kemur náttúrulega úr lægri stéttunum og það fólk, þetta er nú einn af blettunum á bandarísku þjóðfélagi það er heilbrigðiskerfið og sérstaklega aðgangur þeirra, sem minna hafa milli handanna, að kerfinu. Hann veiktist í síðustu viku og við erum búin að vera í símanum við hann mikið, en bara að komast í skimun, við fylgdumst mikið með þessu, og fá að vita hvort hann er með vírusinn eða ekki. Og það voru allar líkur að hann væri miðað við, af einkennunum að dæma. Þetta er náttúrulega mjög erfitt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta eru réttmætar áhyggjur af náunganum, láglaunaða húsverðinum. Ég sakna þess aftur á móti að rithöfundurinn botni sína frásögn og segi okkur hvort hann hafi boðið húsverðinum fjárhagsaðstoð. Nú eða skipulagt fjársöfnun hjá öllum íbúum byggingarinnar þar um svo húsvörðurinn kæmist strax undir læknis hendur. Af frásögninni að dæma þá var svo ekki. Þar til þá er þetta svona amerískt yfirstéttarhjal, áhyggjur sem ná ekki til bólgnu buddu rithöfundarins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: