- Advertisement -

Óli Björn Kárason með stranga viðvörun

Orð beggja er ekki hægt að skilja öðruvísi en áframhald verði á yfirgangi Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Óli Björn þingmaður Sjálfstæðisflokksins boðar hörð átök við fjárlagagerðina í haust samkvæmt nýjustu blaðagrein hans. Varðstöðu um „fyrirtækja-sósíalisma“ Sjálfstæðisflokksins sem komið var á í skjóli nætur nú í veirufaraldrinum er boðuð. Yfirlýsing Óla er á sömu lund og boðorð Bjarna Ben í nýlegu viðtali hjá Kjarnanum. Báðir tala umbúðalaust um að ekkert verði gefið eftir og sagði Bjarni til dæmis að á komandi hausti muni reyna verulega á stjórnarsamstarfið. Orð beggja er ekki hægt að skilja öðruvísi en áframhald verði á yfirgangi Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Vinstri græn og Framsókn eiga að halda uppteknum hætti og þjóna hagsmunum blámans.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: