- Advertisement -

Ólíkt hafast þeir að

Forgangsröð íslenska bankans er ólík röðuninni hjá þeim bandaríska.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Nýbakaðar tölur sýna að ársverðbólga í Bandaríkjunum sé komin í 5 prósent samanber myndina. Bólga af þessari stærðargráður hefur ekki sést þar vestra síðan árið 1990. Verðbólgan í dag er keyrð áfram af fjölbreytilegum þáttum eftir að hafa mælst mjög lág í heimsfaraldrinum. Seðlabanki Bandaríkjanna lýsti því yfir strax í upphafi faraldursins að verðbólgu yrði leyft að fara tímabundið á skrið eða þar til vinnumarkaðurinn væri sjálfbær. Stýrivextir eru því áfram núll prósent þar vestra. Aftur á móti þá lét Seðlabanki Íslands hafa eftir sér á síðasta fjölmiðlafundi sínum að hemji verðbólgan sig ekki að þá muni bankinn halda áfram með vaxtahækkanir sínar sama hver staðan verður á vinnumarkaði. Forgangsröð íslenska bankans er ólík röðuninni hjá þeim bandaríska. Það út af fyrir sig eru vondar fréttir fyrir vinnumarkaðinn. Í dag þá standa stýrivextir á Íslandi í einu prósenti og margir búast við að þeir geti farið í 3 prósent.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mat margra hagfræðinga í Bandaríkjunum er að miklar verðhækkanir núna séu tímabundnar og megi rekja til lágra verðmælinga áður en bólusetningin fór á flug og til kerfislægra truflana. Þessu er öðruvísi farið á Íslandi þar sem mikil verðbólguþrýstingur á síðasta ári er að mestu rakinn til veikrar krónu. Ég tel að Seðlabankinn hafi einnig freistast til að hefja vaxtahækkanir fyrr en ella til að hafa áhrif á gengi krónunnar. Samkvæmt nýjustu mælingum þá er íslenska verðbólgan að stefna yfir 5 prósentin og jafnvel í 7 prósent. Hægt var að koma taumhaldi á verðbólguna á síðasta ári með því að taka krónuna til bráðabirgða af markaði. Hætta með sýndarmarkað í kringum myntina.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: