- Advertisement -

Önnur langatöng á loft

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Jódís útskýrði heldur ekki af hverju hún styður ríkisstjórn sem ætlar að einkavæða heilbrigðiskerfið eftir forskrift Samtaka atvinnulífsins, sem hafa það að tilverurétti að halda fólki í fátækt.

Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna hélt fyrstu ræðu sína á Alþingi í gær. Nýtti hún tækifærið til að segja okkur að hún lesi tölvupóstinn sinn. Svona eins og það sé eitthvað fréttnæmt að hún sinni starfi sínu. Bætti síðan við og sagðist þekkja fátækt og annan ömurleika á eigin skinni. Einmitt, þetta kom allt fram fyrir svindlkosningarnar í september. Þannig að þetta var ekki heldur fréttnæmt.

Það sem var aftur á móti fréttnæmt var það sem Jódís sagði ekki í ræðustólnum. Hún gaf kjósendum í í Norðaustur kjördæmi enga útskýringu af hverju hún styður ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með öll efnahagsvöld. Ræður ferðinni og heldur fátækum í fátækt.

Jódís útskýrði heldur ekki af hverju hún styður ríkisstjórn sem ætlar að einkavæða heilbrigðiskerfið eftir forskrift Samtaka atvinnulífsins, sem hafa það að tilverurétti að halda fólki í fátækt. Já og með dyggri aðstoð hins óbilgjarna og óvinsæla Björns Zoëga. Manninum sem hrökklast frá Landsspítalanum eftir að hafa gert ótæpilegar launakröfur og sett starfsandann á hliðina. Það var holur hljómur í orðum Jódísar. Ræðan var hrein sýndarmennska nú þegar hún sjálf er komin í hálaunastarf.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: