- Advertisement -

Önnur skilaboð til Sigmundar Davíðs og Co.

Hefur aldrei virkað að blanda olíu í vatn.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Í umræðu um orkupakka 3 hafa Miðflokksmenn ekki lagt áherslu á að vísa til laga um olíuleit í landhelgi Íslands og reynslunnar frá þeim.  

Enginn hefur bara byrjað olíuleit innan landhelgi Íslands án leyfis. Þetta á við um olíuþjóðirnar Noreg og Bretland sem eru aðilar að EES. Hvergi í heiminum gerist það að aðili byrji bara að bora innan landhelgi án leyfis.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Landhelgi er hluti af fullveldisrétti og er það viðurkennt af öllum ríkjum heimsins, líka Norður Kóreu. Þetta er óumdeilt.  

Þegar Orkustofnun hafnar leyfisveitingu hefur það ekki haft eftirmála eða kallað fram skaðabótamál.

Samkvæmt Stjórnarskrá Íslands er það Alþingis að veita leyfi fyrir lagningu sæstrengs með lagasetningu. Aðild að EES og þar með samþykkt orkupakka 3 breytir engu. Þriðji aðili á ekkert sjálfkrafa tilkall eða rétt til lagningu sæstrengs. Ég sem Íslendingur á engan rétt í þessum efnum og get ég ekki sótt skaðabætur verði umsókn minni um lagningu sæstrengs hafnað. Alls ekki!

Þetta vilja andstæðingar orkupakka 3 ekki skilja og reyna að blanda olíu við vatn. Það hefur aldrei virkað.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: