Fréttir

Óraunhæf framtíðarsýn fyrir WOW

By Miðjan

December 12, 2018

„Pistlahöfundar Forbes tímaritsins sér Keflavíkurflugvöll fyrir sér sem tengistöð fyrir flugfélög Indigo Partners. Leiðakerfi flugfélaganna eru þó ekki gerð fyrir stórsókn á markaðinn fyrir flug yfir Atlantshafið,“ þetta segir á turisti.is.

Þar segir einnig: „Ef kaup Indigo Partners á WOW air verða að veruleika þá gætu nýir eigendur breytt íslenska lággjaldaflugfélaginu í einskonar gerviflugfélag. Þannig gætu þeir gert farþegum hins bandaríska Frontier að fljúga til Íslands og skipta þar yfir í þotu á vegum ungverska flugfélagsins Wizz air en þó sem farþegar WOW air. Indigo Partners á nefnilega Frontier og fer með stóran hlut í Wizz air. Kaupin á WOW myndu þá vera liður í að tengja saman leiðakerfi flugfélaganna tveggja.“

Sjá meira hér.