- Advertisement -

Óréttur sem aldrei er ræddur

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

„Einnig er nærtækt að nefna þegar óviti var gerður að seðlabankastjóra. Sá náði þeim einstaka árangri að gera bankann tæknilega gjaldþrota árið 2008.“

Króna/evra:

Í eðli sýnu þá kalla örmyntir á bæði hærra vaxtarstig og meiri verðbólgu í samanburði við efnahagssvæði með meginstraumsmynt eins og evru.

Seðlabankar eru valdastofnanir sem afar sjaldan er rætt um. Ólýðræðiskjörnum aðilum sem fara fyrir bönkunum er veitt gríðarlegt vald án þess að lúta utanaðkomandi aðhaldi. Inn fyrir veggi bankanna geta auðveldlega safnast aðilar sem ekki eru starfi sínu vaxnir. Nægir þar að nefna klúðrið í kringum Samherjamálið sem rekja má alfarið til slælegrar frammistöðu þáverandi seðlabankastjóra og hans nánustu aðstoðarmanna. Einnig er nærtækt að nefna þegar óviti var gerður að seðlabankastjóra. Sá náði þeim einstaka árangri að gera bankann tæknilega gjaldþrota árið 2008. Afleiðingarnar voru að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti Ísland í fjárhagslega sóttkví til að bjarga landinu frá allsherjarhruni.

Í þessu samhengi er vert að hugleiða að ákvarðanir Seðlabanka Íslands hafa mikil áhrif á framfærslugetu heimila. Nú nýlega hækkaði bankinn vexti í tvígang eftir að hafa narrað þúsundir heimila til að skuldsetja sig til íbúðarkaupa eða skuldbreyta íbúðalánum í skjóli sögulegra lágra vaxta. Hækkunin lækkar framfærslutekjur skuldara, sem eru með breytilega vexti, um fjárhæðir sem skipta verulegu máli. Miðað við væntingar markaðarins og yfirlýsingar seðlabankastjóra þá er von á meiri vaxtahækkunum á næstu misserum. Margir gætu því lent í greiðslu- og framfærsluvandræðum að óbreyttu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í eðli sýnu þá kalla örmyntir á bæði hærra vaxtarstig og meiri verðbólgu í samanburði við efnahagssvæði með meginstraumsmynt eins og evru. Ástandinu á Íslandi er hægt að breyta með upptöku evrunnar. Það þarf ekki að skoða vaxtaferla Seðlabanka Evrópu lengi til að sjá að vaxtabreytingar eru fátíðar. Vextir og verðbólga eru á lágu plani yfir löng árabil. Hvoru tveggja færir landinu ábata. Eflir heimilin, atvinnulífið og nýsköpun. Við þær aðstæður þá skapast ekki sá óréttur að skuldarar greiði verðbólguna niður í formi lægri ráðstöfunartekna eins og Seðlabankinn er að reyna að ná fram með nýlegum vaxtahækkunum. Staða skuldara og lánara verður jafnari. 

Því miður þá hættir ýmsum til að tengjast krónunni tilfinningaböndum sem byggir á Stokkhólmsheilkenninu. Setja eigin líðan í samhengi við kvalara sinn, krónuna. Slíkt er hjákátlegt enda er gjaldmiðill ekkert annað en tæki til að geyma kaupmátt og auðvelda viðskipti milli aðila. Aðrir berjast á móti gjaldmiðlabreytingu vegna eigin sérhagsmuna á kostnað almannahagsmuna. Svo má ekki gleyma að upptaka evru leiðir til aukins jafnaðar, styrkara lýðræðis og meira sjálfstæðis þjóðarinnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: