Fréttir

„Orku­skiptin mega ekki verða átylla fyrir ómark­vissar pen­inga­gjafir úr rík­is­sjóði“

By Miðjan

April 25, 2023

Milljarðagjöf ríkisins til bílaleigufyrirtækja getur varla verið sjálfsögð. Ætlunin er að þau verði með fleiri rafbíla en nú er.

Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingu er í hópi þeirra sem þykir þetta ekki sjálfsagt.

„Ég hefði talið miklu eðlilegra að setja almennar reglur um lágmarkshlutdeild hreinorkubíla í bílaflota bílaleigufyrirtækja frekar en að standa í svona fjáraustri á verðbólgutímum. Orku­skiptin mega ekki verða átylla fyrir ómark­vissar pen­inga­gjafir úr rík­is­sjóði, jafnvel til stórra og stöndugra fyrirtækja. Slíkt grefur undan sátt og sam­stöðu um þær aðgerðir sem verður að ráð­ast í til að fasa út jarð­efna­elds­neyti á kom­andi árum,“ sagði Jóhann Páll í samtali við Miðjuna.

-sme