
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Óhæfan er þjóðinni dýr og sá aðili sem ber mestu ábyrgð er Katrín Jakobsdóttir og Vinstri græn. Þau kunna ekki til verka, eru viðvaningar.

Íslandsbanki er úr tengslum við raunveruleikann. Aðalhagfræðingur bankans, Jón Bjarki Bentsson, kemur ítrekað fram með kolvitlausar verðbólguspár. Svo mjög að ekki er neitt mark takandi á þeim. Spyrja verður hvort bankinn þurfi að skipta honum og þeim sem standa að hagspám bankans út fyrir hæfara fólk. Spágetan er einfaldlega ekki fyrir hendi.
Nú síðast þá spáði bankinn verðhjöðnun, en verð neysluvöru hækkaði um 0,5 prósent í janúar. Hækkun mánaðarins er helmingi hærri en meðaltal aldarinnar fyrir janúar mánuð. Jón Bjarki bætti um betur í viðtali við RÚV í gær þegar hann sagði orðrétt „Verðbólgan hér sker sig aldrei þessu vant ekki úr.“ Fréttamaður RÚV gleypti orðin hrátt upp og án þess að sannreyna þau.
Bólgan er hvergi hærri en einmitt á Ísland.
Myndin sem fylgir hrekur orð Jóns Bjarka og sýnir uppsafnaða verðbólgu síðastliðin tvö ár á Norðurlöndum. Bólgan er hvergi hærri en einmitt á Ísland. Svo mjög sker Ísland sig úr að enginn getur velkst í vafa um að landinu er illa stjórnað. Verðbreytingar á Íslandi eru þrefalt hærri en í Færeyjum. Munurinn er sambærilegur þegar horft er til Danmerkur og Svíþjóðar. Það er ófremdarástand í stjórn landsins.
Það er sérstakt efnahagsvandamál að ófærir aðilar stjórna hér efnahagsmálum og ekki bætir úr þegar andlit bankanna eru engu betri. Veita ekkert aðhald heldur taka þátt í stórkostlegum blekkingum gagnvart þjóðinni. Það er löngu tímabært að að gerðar séu kröfur um getu og færni þeirra aðila sem standa í stafni í stað þess að velja fólk á grundvelli vina- og ættartengsla. Óhæfan er þjóðinni dýr og sá aðili sem ber mestu ábyrgð er Katrín Jakobsdóttir og Vinstri græn. Þau kunna ekki til verka, eru viðvaningar.