- Advertisement -

Ósmekklegheit!

Á sama tíma nær láglaunakonan ekki endum saman.

Jóann Þorvarðarson skrifar:

Það heyrist æ oftar að láglaunafólk í verkfalli stuðli að útbreiðslu kórónuveirunnar því það megi ekki þrífa hér og þar á meðan verkfallinu stendur. Þetta er notað sem áróðursbragð af fólki sem er sjálft með á aðra milljón krónur í laun á mánuði. Á sama tíma nær láglaunakonan ekki endum saman. Mér finnst þetta alveg sérlega ósmekkleg framganga og óheiðarlegur áróður! Það væri nær að semja við láglaunakonurnar og koma þeim upp úr fátæktinni. Sá samningur styrkir stoðir atvinnulífsins og stuðlar að sjálfbærari hagvexti en ella! Já, og samningar opna fyrir öll þrif samstundis. Við skulum geyma ábyrgðina þar sem hún á heima hjá hálaunafólkinu og hættið að níðast á fátæklingum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: