- Advertisement -

Óvandað þetta Fréttablað!

Ég ákvað nú að skoða hrákasmíði Fréttablaðsins nánar.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Í dag er Fréttablaðið með ómerkilega umfjöllun um Eftirlitsstofnanir á vegum hins opinbera.

Ég þurfti ekki að lesa lengi til að sjá að það sem sett var fram lagðist illa saman. Önnur tveggja taflna greinarinnar sýnir þróun á fjölda starfsmanna hjá 14 stofnunum síðan árið 2010. Bara léttur hugarreikningur sýndi að samlagning Fréttablaðsins var vitlaus. Ég ákvað því að leggja þetta nákvæmlega saman með reiknivélinni í símanum. Í greininni segir að fjöldi starfsmanna hjá þessum 14 stofnunum hafi verið 226 árið 2010 og 347 árið 2014. Hið rétta er ef aðrar tölur í töflunni eru réttar að þá á að standa 555 og 600 í sömu röð. Hér munar 154 og 73%. Þar með var greinin dauð og ómarktæk.

Þannig að ég ákvað að gera þessa vinnu fyrir Fréttablaðið og skoðaði örfáar.

Ég ákvað nú að skoða hrákasmíði Fréttablaðsins nánar. Þá kom í ljós að einstakar tölur fyrir sumar stofnanir er skáldskapur svo fjarri sanni eru þær. Þar við bætist að blaðið gerir ekki greinarmun á starfsmannafjölda og stöðugildum. Þetta eru gjörólík hugtök.

Svo vantaði umfjöllun um það hvort eðlilegar skýringar eru að baki aukningu starfsmanna hjá sumum stofnunum. Þannig að ég ákvað að gera þessa vinnu fyrir Fréttablaðið og skoðaði örfáar. Aukning starfsmanna hjá Landlækni jókst vegna sameiningar við Lýðheilsustöðina. Umhverfisstofnun tók yfir ábyrgð á eftirliti með tiltekinni starfsemi frá heilbrigðisnefndum landsins og Fjármálaeftirlitið var stóreflt eftir fjármálahrunið. Svo er það Matvælastofnun sem hefur verið að vinna gott starf sem atvinnulífið er að stórgræða á. Sem dæmi þá hafa markaðir fyrir dýraafurðir opnast í Asíu vegna þess að stofnunin er með öflugt vottunarkerfi á sínum snærum. Stofnunin vinnur að því að móta og vernda viðskiptahagsmuni íslenskra fyrirtækja sem vilja selja á þennan markað. Það sama á við um aðra markaði eins og Ameríku, Rússland og EES. Frá þessum mörkuðum eru auknar kröfur um að íslensk framleiðsla uppfylli tiltekna gæðastaðla svo leyfi fáist til útflutnings.

Já, þessi umfjöllun Fréttablaðsins er hroðvirkni frá a-ö. Lesendur blaðsins, geta ekki treyst því sem frá blaðinu kemur. Það er kannski aðalfréttin, eða hvað það er kannski ekki frétt?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: